Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vallarheiði: Háaleitisskóli og leikskólinn Háaleiti innréttaðir
Mánudagur 21. júlí 2008 kl. 15:40

Vallarheiði: Háaleitisskóli og leikskólinn Háaleiti innréttaðir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessa dagana er unnið að því að innrétta skólabyggingar á Vallarheiði fyrir leik- og grunnskóla.


Annars vegar er verið að innrétta leikskólann Háaleiti, þar sem gert er ráð fyrir leikskólavist fyrir allt að eitthundrað börn. Í dag voru iðnaðarmenn frá VÁ verktökum við smíðavinnu í leikskólanum, sem er verið að innrétta í gamla barnaskólanum á Keflavíkurflugvelli. Smiðir eru kátir með innivinnuna í dag, enda utandyra úrhelli og lítið spennandi að vinna úti í því veðri.


Í annarri álmu gamla barnaskólans á Keflavíkurflugvelli verður síðan Háaleitisskóli til húsa, barnaskóli fyrir börn sem sækja 1. til 5. bekk. Ekki er ennþá ljóst hversu mörg börn verða í Háaleitisskóla, þar sem íbúum á Vallarheiði fjölgar ört og ekki ljóst hversu mörg börn eru í þeirri fjölgun. Hjá Reykjanesbæ fengust þó þær upplýsingar að gert sé a.m.k. ráð fyrir 70 börnum í skólanum í haust.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson