Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valinn myndlistarmaður ársins fyrir sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
Guðjón Ketilsson myndlistarmaður.
Föstudagur 21. febrúar 2020 kl. 10:59

Valinn myndlistarmaður ársins fyrir sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar

Guðjón Ketilsson hefur verið valinn myndlistarmaður ársins 2019 fyrir sýninguna Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar. Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í gærkvöldi.

Í umsögn dómnefndar kemur fram:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðjón Ketilsson (f. 1956) hlýtur Myndlistarverðlaun ársins 2019 fyrir sýninguna Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin var samsett úr átta verkum sem tengdust með markvissri framsetningu í sýningarrýminu og fjölluðu öll með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“, í víðum skilningi.

Á sýningunni mátti sjá ýmiskonar þemu og hugmyndir sem hafa verið áberandi í verkum Guðjóns á síðustu árum, sett fram í nýjum verkum á einstaklega áhrifaríkan hátt. Sýningin var rökrétt framhald af höfundarverki listamannsins en jafnframt áhrifamikil úrvinnsla og viðbót við það, og vísar leiðina inn í nýja og spennandi merkingarheima. Guðjón Ketilsson er því vel að verðlaununum kominn að mati dómnefndar.

Hilmar Bragi átti viðtal við Guðjón Ketilsson við opnun sýningarinnar í Listasafni Reykjanesbæjar í fyrra. Viðtalið er í spilaranum hér að neðan.