Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valdur að dauða tveggja stúlkna - dæmdur í 12 mánaða fangelsi
Þriðjudagur 19. apríl 2011 kl. 23:08

Valdur að dauða tveggja stúlkna - dæmdur í 12 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjanes hefur dæmt tvítugan pilt í 12 mánaða fangelsi, þar af skilorðsbundið í níu mánuði, fyrir að hafa verið valdur að dauða tveggja stúlkna í umferðarslysi á Hringbraut í Reykjanesbæ í apríl árið 2010. Var hann ákærður fyrir manndráp og líkamsmeiðingar af gáleysi og brot á umferðarlögum.


Ók pilturinn, fæddur árið 1991, bifreið eftir Hringbraut við hringtorgið Mánatorg langt yfir leyfðum hámarkshraða og undir áhrifum áfengis. Ók hann bílnum fyrst utan í ljósastaur hægra megin en þaðan yfir götuna til vinstri, þar sem hún valt og endastakkst með þeim afleiðingum að þrjár stúlkur, sem voru farþegar í bílnum, köstuðust út og hlutu mjög alvarlega líkamsáverka. Tvær þeirra létust kvöldið eftir af völdum áverka sem þær hlutu. Þriðja stúlkan stórslasaðist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Samkvæmt dómum játaði ákærði sök, að öðru leyti en því að hann kvaðst neita því að hafa ekið bifreiðinni langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Sagðist ákærði ekki muna eftir að hafa ekið framúr annarri bifreið eftir að hann tók við akstrinum, en hann sagðist lítið muna eftir ökuferðinni.


Sagðist pilturinn, sem ekki hefur áður sætt refsingu, hafa fundið til áfengisáhrifa og þreytu við aksturinn. Sagðist hann halda að hann hefði verið búinn að vaka í um 18 klukkustundir þegar slysið varð.


Héraðsdómur dæmdi piltinn til að greiða rúma milljón í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun upp á 288 þúsund krónur. Jafnframt er hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár, frá 5. maí 2010.

Frá þessu er greint á mbl.is.