Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 29. apríl 1999 kl. 22:44

VALDÍS SKÍRÐ ÚR BLÁA LÓNINU

- Allir farþegar Flugleiða hafa viðkomu í Leifsstöð Valdís, ný þota Flugleiða, kom til landsins á miðvikudag í síðustu viku. Þotan var skírð með vatni úr nýja Bláa lóninu en það er til siðs hjá Flugleiðum að skíra vélar sínar með vatni úr fallvötnum eða stöðuvötnum á Íslandi. Bláa lónið þótti hins vegar ákjósanlegt þar sem nýtt lón verður von bráðar opnað og Flugleiðir eru á meðal hluthafa í nýju lóni. Fjöldi gesta, m.a. af Suðurnesjum voru viðstaddir athöfnina í viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024