Vakin athygli á leiðum til að sporna við sjálfsvígum
Kiwanisklúbbar á Ægissvæði, þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, hafa hrundið af stað verkefni í samstarfi við landlæknisembættið til að vekja athygli almennings á leiðum til að sporna við sjálfsvígum.Bókamerki, sem ber yfirskriftina Lífsvísir, hefur verið gefið út og hefur það að geyma hagnýtar upplýsingar um hvernig hægt er að gera sér grein fyrir hvort ættingi eða vinur er haldinn sjálfsvígshugsunum, hvernig hægt er koma til hjálpar og hvert er hægt að leita eftir aðstoð. Skilaboðin á bókamerkinu voru samin í nánu samstarfi við verkefnisstjóra landlæknisembættisins í sjálfsvígsforvörnum.
Á heimasíðu landlæknis kemur fram að kveikjan að þessu verkefni var erindi sr. Ólafs Odds Jónssonar við setningu umdæmisþings Kiwanis í Reykjanesbæ árið 2000 þar sem hann fjallaði um sjálfsvíg og þann vanda sem þeim fylgja. Hefur hann verið ötull stuðningsmaður verkefnisins frá byrjun.
Bókamerkið er gefið út í tíu þúsund eintökum og verður dreift í samráði við landlæknisembættið og annað fagfólk. Fyrstu eintök Lífsvísis voru afhent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, biskupi Íslands, sr. Karli Sigurbjörnssyni, og bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Lúðvíki Geirssyni, við sérstaka athöfn í Hafnarborg í gær. Hliðstæðar samkomur verða á næstu dögum í stærstu sveitarfélögunum á Ægissvæði Kiwanishreyfingarinnar, í Garðabæ, Kópavogi og Reykjanesbæ, segir á vef Morgunblaðsins í dag.
Á heimasíðu landlæknis kemur fram að kveikjan að þessu verkefni var erindi sr. Ólafs Odds Jónssonar við setningu umdæmisþings Kiwanis í Reykjanesbæ árið 2000 þar sem hann fjallaði um sjálfsvíg og þann vanda sem þeim fylgja. Hefur hann verið ötull stuðningsmaður verkefnisins frá byrjun.
Bókamerkið er gefið út í tíu þúsund eintökum og verður dreift í samráði við landlæknisembættið og annað fagfólk. Fyrstu eintök Lífsvísis voru afhent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, biskupi Íslands, sr. Karli Sigurbjörnssyni, og bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Lúðvíki Geirssyni, við sérstaka athöfn í Hafnarborg í gær. Hliðstæðar samkomur verða á næstu dögum í stærstu sveitarfélögunum á Ægissvæði Kiwanishreyfingarinnar, í Garðabæ, Kópavogi og Reykjanesbæ, segir á vef Morgunblaðsins í dag.