Vætusamur dagur í vændum
Í morgun kl. 06 var fremur hæg suðvestlæg átt og léttskýjað austantil en rigning suðvestantil. Kaldast eins stigs frost á Brú á Jökuldal, en hlýjast 7 stiga hiti allra vestast.
Yfirlit: S af Lófót er 990 mb lægð á austurleið, en vestur af Íslandi er 1005 mb smálægð. Við Hvarf er 992 mb lægð sem hreyfist ANA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hæg suðvestlæg átt og bjartviðri austanlands en sunnan 5-10 m/s og dálítil væta vestantil. Suðaustan 8-15 og rigning sunnan- og vestanlands í kvöld. Hægari og lengst af þurrt norðaustanlands. Sunnan og suðvestan 5-10 á morgun, rigning um austanvert landið en annars skúrir. Hiti 5 til 12 stig síðdegis.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Sunnan og suðaustan 5-10 og dálítil rigning. Suðaustan 8-15 m/s og rigning í kvöld en hægari undir morgun. Hiti 6 til 12 stig.