Vætusamur dagur
Suðaustan 5-10 m/s og rigning eða súld við Faxaflóa en snýst í sunnan og suðvestan 5-13 með skúrum í kvöld. Hiti 6 til 11 stig en 4 til 8 stig á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 5-10 m/s og rigning, en vestlægari síðdegis og skúrir. Hiti 6 til 11 stig en 5 til 9 á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austlæg átt, yfirleitt á bilinu 8-15 m/s. Víða rigning og talsverð úrkoma á SA-landi. Hiti 5 til 11 stig.
Á mánudag:
Austan og norðaustanátt 8-15 m/s, rigning, en þurrt að mestu á SV- og V-landi. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast SV-til.
Á þriðjudag:
Norðaustan 10-15 m/s með vætu á Vestfjörðum, en annars hægari austlæg átt og úrkomulítið. Hiti 4 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á miðvikudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigninu S- og V-til um kvöldið, en björtu verði nyrðra. Hiti víða 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.