Vætusamt næstu daga
Vætusamt verður næstu daga hér á suðvesturhorninu með hita á bilinu 5-10 stig. Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir norðaustan og síðar austan 8-13 m/s, en suðaustan 8-15 á morgun. Súld eða rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austlæg átt, 8-13 m/s og súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag og föstudag:
Suðaustanátt, víða 10-15 m/s og súld eða rigning, en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 5 til 13 stig.
Á laugardag:
Sunnanátt og vætusamt, einkum á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg átt og víða skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 5 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum N- og A-lands. Fremur svalt.