Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vætusamt í dag
Mánudagur 28. september 2015 kl. 08:50

Vætusamt í dag

Austan 5-13, skýjað og rigning við Faxaflóa nálægt hádegi. Vaxandi norðanátt og talsverð rigning seint í dag, norðvestan 13-18 nálægt miðnætti. Suðvestan 8-13 og skúrir á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 5-10 og rigning undir hádegi. Vaxandi norðaustanátt og talsverð rigning síðdegis, en norðvestan 13-18 m/s seint í kvöld. Suðvestan 8-13 og skúrir á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðvestan 10-15 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt og bjart A-lands. Hiti 5 til 11 stig.

Á fimmtudag:
Suðvestan 10-15 og vætusamt, einkum V-lands, en úrkomulítið A-ast. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast A-lands.

Á föstudag og laugardag:
Suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður NA-til. Kólnandi veður, einkum V-lands.

Á sunnudag:
Suðlæg átt og rigning, en norðlægari NV-til. Úrkomulítið NA-lands. Svalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024