Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vætusamt í dag
Laugardagur 7. júní 2008 kl. 08:59

Vætusamt í dag

Það verður heldur vætusamt á suðvesturhorni landsins í dag. Spáð er vaxandi austanátt við Faxaflóan, 10-15 m/s og rigningu undir hádegi, en lægir í kvöld með stöku skúrum. Hiti 8 til 14 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á mánudag:
Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil á landinu, en hægari breytileg átt annars staðar. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir, en rigning eða súld á N-landi og Vestfjörðum. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast S-lands.

Á þriðjudag:
Norðanátt og léttskýjað á sunnanverðu landinu, en súld eða rigning á N- og A-landi. Hiti 5 til 10 stig, en 10 til 15 stig syðra.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og víða bjart veður, en skýjað og dálítil væta NA- og A-lands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg og síðar breytileg átt og víðast þurrt. Heldur hlýnandi veður.

Ljósmynd/elg: Innri Njarðvík.