Vætusamt í dag
Klukkan 6 var sunnan 3-8 m/s, en hægviðri norðan- og austanlands. Smá rigning eða súld vestantil á landinu, og þokuloft víða austantil. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Klaustri.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Sunnan 3-8 m/s og súld eða rigning. Austlægari á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Af vef Veðurstofunnar. Kortið sýnir veðrið síðdegis í dag.