Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vætusamt haust
Fimmtudagur 25. september 2008 kl. 09:37

Vætusamt haust

Þetta haustið ætlar að verða með því vætusamara sem „elstu menn muna“ því veðurkortin sýna rigningu eða skúrir fram yfir helgi. Þó gæti laugardaginn haldist þurr þegar Keflvíkingar freista þess að landa Íslandsmeistaratitlinum.


Spáin fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðvestan 8-10 og skúrum í dag. Vaxandi norðaustan átt í fyrramálið með rigningu. Norðvestan 13-20 upp úr hádegi, en heldur hægari síðdegis. Hiti 5 til 11 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á landinu næstu daga:



Á laugardag:


Vestlæg átt, 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en bjart austanlands. Hiti 5 til 10 stig, en líkur á næturfrosti í innsveitum.



Á sunnudag:


Suðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning með köflum, en þurrt austan til. Hiti 5 til 10 stig, en líkur á næturfrosti.



Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:


Útlit fyrir norðlæga átt með skúrum eða slydduéljum, einkum norðanlands. Heldur kólnandi veður.