Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vætusamt en hlýtt
Miðvikudagur 2. júlí 2008 kl. 09:14

Vætusamt en hlýtt

Spáin gerir ráð fyrir austan og norðaustan 8-13 m/s,við Faxaflóann. Talsvert hægari eftir hádegi. Skýjað og væta öðru hverju. Austan 8-13 í nótt, en dregur úr vindi í fyrramálið. Hiti 12 til 18 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Austan- og norðaustanátt, yfirleitt 3-8 m/s. Víða þurrt fyrripart dags, en dálítil væta austantil á landinu síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast vestantil.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Austlæg eða breytileg átt. Yfirleitt skýjað við norður- og austurströndina, en annars víða bjartviðri. Hiti 12 til 18 stig, en 18 til 23 stig vestan- og norðanlands.

Á þriðjudag:
Áframhaldandi góðviðri með hlýindum og björtu veðri víða um land.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024