Vætusamir sunnanvindar
Klukkan 9 voru SSV 6 á Garðskagavita og 12 stiga hiti.
Klukkan 6 í morgun var suðaustanátt, víða 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld, en þurrt á N-landi. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Sunnan 5-10 og súld eða smáskúrir, en úrkomulítið síðdegis. Austan 8-13 og rigning í nótt og fyrramálið, síðan sunnan 5-10 og dálítil súld. Hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag: Norðvestan- og vestanátt og víða skúrir, en léttir til suðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á SA-landi. Á mánudag (Frídag verslunarmanna): Vestan- og suðvestanátt. Þurrt og bjart um norðan- og austanvert landið. Skúrir fram eftir degi sunnan- og vestanlands en þykknar svo upp með sunnanátt og fer að rigna um kvöldið. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á N- og A-landi.