Væta um hvítasunnuna
Hún var falleg birtan við Faxaflóann við sólsetur í gærkvöldi, eins og þessar myndir Ellerts Grétarssonar bera með sér. Eins og veðurspá næstu dagar lítur út núna er hætt við að slíkt sjáist ekki næstu daga. Spáð er skýjuðu veðri með vætu fram yfir hvítasunnuhelgi. Þó gæti mánudagurinn haldist þurr.
Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir suðaustan 13-20 m/s og rigningu við Faxaflóann. Sunnan 5-10 þegar líður nær hádegi. Bætir í vind í nótt, sunnan 8-15 á morgun og áfram fremur vætusamt. Hiti 7 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en sunnan 5-10 og skúrir fyrir hádegi. Sunnan 8-15 í nótt og á morgun og áfram fremur vætusamt. Hiti 7 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en sólríkt norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag:
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir um vestanvert landið, annars víða bjart. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Austlæg eða breytileg átt og víða rigning af og til, einkum á Austfjörðum. Milt veður.
Á mánudag (annar í hvítasunnu), þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálítilli vætu af og til vestanlands, annars bjart með köflum. Áfram milt í veðri.
VFmyndir/Ellert Grétarsson.