Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Væta næstu daga
Sunnudagur 6. janúar 2013 kl. 12:34

Væta næstu daga

Það er væta í kortunum næstu daga á suðvesturhorninu, ýmist í formi rigningar eða slyddu. Hiti verður þó áfram um og yfir frostmark.

Spá fyrir næsta sólarhring: Norðaustan og austan 8-13 og rigning upp úr hádegi. Norðan 3-8 og léttir til í kvöld og nótt. Hægt vaxandi austanátt og þykknar upp á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þriðjudag:
Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma inn til landsins. Vestlægari og léttir til síðdegis. Hiti um eða rétt ofan frostmarks.

Á miðvikudag:
Vaxandi SA-átt, 10-15 m/s og rigning eða slydda V-til á landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig. Mun hægari og úrkomulaust N- og A-lands og hlánar síðdegis.