Væta með suðlægum áttum
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Suðvestan 8-15 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir eða slydduél. Hægari í kvöld, þykknar upp og fer að rigna um miðnætti. Vaxandi suðaustanátt á morgun og rigning, 8-15 um hádegi, en heldur hvassari síðdegis. Hiti 3 til 8 stig, en hlýnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag og fimmtudag:
Sunnan- og suðaustanáttir yfirleitt á bilinu 5-13 m/s, en hvassviðri vestantil aðfaranótt miðvikudags, annars hægari. Úrkomusamt á sunnan- og vestanverðu landinu en skýjað að mestu og úrkomulitið norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austanátt og rigningu, einkum um suðaustanvert landið. Hiti 2 til 7 stig.