Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Væta með hlýindum
Miðvikudagur 9. desember 2009 kl. 08:15

Væta með hlýindum


Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Austan og síðar suðaustan 8-15 m/s, hvassast við ströndina. Rigning eða skúrir og hiti 3 til 8 stig. Heldur hægari vindur og úrkomuminna á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Austan 8-13 m/s og smáskúrir, en suðaustan 10-15 og rigning upp úr hádegi. Hægari og úrkomuminna á morgun. Hiti 3 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Suðaustan 8-13 m/s við suðvestur- og vesturströndina, annars hægari suðlæg átt. Léttskýjað á norðaustanverðu landinu, en dálítil væta S- og V-lands. Hiti 0 til 7 stig, en vægt frost á N- og A-landi.

Á föstudag:

Suðaustanátt, 10-18 m/s og talsverð rigning, en hægari og úrkomulítið norðaustantil. Lægir V-lands síðdegis. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á laugardag:
Suðlæg átt og rigning eða súld sunnantil á landinu, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 1 til 8 stig.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Suðlæg eða breytileg átt. Víða rigning eða slydda á sunnudag, annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024