Væta í veðurkortunum
Spáð er austan 3-8 en norðaustan 8-13 og rigningu um hádegi við Faxaflóann. Styttir upp undir kvöld en væta með köflum í nótt og á morgun. Suðaustan 5-10 á morgun. Hiti 9 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum um sunnan-og vestanvert landið, en annars hægari og úrkomulítið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðanlands.
Á laugardag og sunnudag:
Suðaustan strekkingur og rigning um landið sunnan- og vestanvert, en annars yfirleitt þurrt. Heldur hægari og dregur úr úrkomu á sunnudag. Áfram fremur hlýtt.
Á mánudag:
Breytilega átt og skúrir í flestum landshlutum. Heldur kólnandi.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hægviðri, bjartviðri og milt veður.
VF-mynd/Ellert Grétarsson: Frá Sandgerði.