Væta í kortunum fram yfir helgi
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir suðaustan 5-10 m/s og skúrum, en hægari og úrkomulítið síðdegis. Hvessir í nótt, austan 10-18 í fyrramálið, hvassast við ströndina og fer að rigna eftir hádegi. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Breytileg átt, víða 5-8 m/s. Skúrir sunnantil, en dálítil rigning fyrir norðan. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag:
Norðlæg átt, rigning eða súld N-lands en léttir til á sunnanverðu landinu. Hiti 7 til 12 stig, en 12 til 18 á S-landi.
Á þriðjudag:
Hæglætisveður, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Suðvestanátt, þykknar upp og fer líklega að rigna V-lands, en bjartviðri A-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA- og A-landi.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu, einkum S- og V-lands.
Af www.vedur.is