Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Væta í kortunum
Svona er veðrið í Reykjanesbæ í augnablikinu. Fallegur morgun og viðrar vel til að sleppa blöðrum.
Fimmtudagur 30. ágúst 2012 kl. 08:33

Væta í kortunum

Vestan 3-5 og stöku skúrir. Suðaustan 5-13 m/s síðdegis, en 10-18 m/s og rigning seint í kvöld. Austan 5-13 og rigning á morgun, en snýst í suðvestan 5-10 með skúrum seint á morgun. Hiti 5 til 12 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Suðaustan 5-13 í kvöld og fer að rigna. Austlægari og rigning á morgun, en suðvestan 5-8 og skúrir undir kvöld. Hiti 5 til 10 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning, einkum S- og V-lands. Snýst í suðvestan 8-13 seinnipartinn með skúrum. Hiti 8 til 14 stig.

Á laugardag:
Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað og rigning eða súld með köflum sunnan- og vestantil, en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 16 stig, svalast við NV-ströndina en hlýjast á A-landi.

Á sunnudag:
Fremur hæg vestlæg átt en norðlæg átt, 5-10 m/s um landið N-vert. Þurrt SA-til, en annars skýjað og skúrir af og til. Milt veður.

Á mánudag:
Breytileg átt, víða rigning með köflum og heldur kólnandi í bili.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og vætusamt S- og V-til, en annars þurrt. Hlýnandi veður.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir SV-læga átt með vætu, einkum þó um landið norðan- og vestanvert.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024