Væta framundan
Búast má við vætu næstu daga, miðað við veðurspána eins og hún lítur út í dag. Í dag er spáð austanátt við Faxaflóann og skýjuðu, en suðaustan 5-13 m/s og rigningu með köflum síðdegis. Sunnan 3-5 á morgun og úrkomulítið. Hiti 5 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Sunnan og síðan suðvestan 3-8 m/s og súld eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en víða léttskýjað norðaustantil. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-10 m/s og skýjað að mestu. Stöku skúrir við norðurströndina, en dálítil rigning suðvestantil seinni partinn. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag:
Hæg austlægar áttir og vætusamt, en heldur hvassari um tíma við norður- og suðurströndina. Hiti yfirleitt 2 til 10 stig, svalast norðaustantil.