Væta framundan
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið
Suðaustan 13-18 m/s og rigning, en lægir í kvöld. Sunnan 5-10 á morgun. Hiti 7 til 12 stig.
Spá gerð: 18.10.2007 06:41. Gildir til: 19.10.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag:?Stíf sunnanátt og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart á köflum norðaustantil. Hægari og úrkomuminna um tíma á sunnudag. Heldur kólnandi veður.
Á mánudag: Gengur í sunnan hvassviðri með rigningu, einkum sunnanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir að kröpp lægð verði við landið. Breytileg vindátt, nokkuð hvasst og vætusamt um allt land.
Spá gerð: 18.10.2007 08:22. Gildir til: 25.10.2007 12:00.
Af vef Veðurstofunnar