Væta framan af degi en birtir svo til
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Hæg vestlæg átt og lítilsháttar væta, en birtir heldur til síðdegis. Suðvestan 3-8 og skýjað með köflum á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð 21.06.2007 kl. 06:39
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðan 5-10 m/s. Skýjað norðanlands, annars bjartviðri. Hiti 12 til 18 stig sunnanlands, en 6 til 12 stig norðanlands. Á sunnudag: Minnkandi norðlæg átt og léttskýjað víðast hvar á landinu. Heldur hlýnandi. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Hæg vestlæg átt og bjartviðri víða um land, skýjað með köflum við vesturströndina en úrkomulítið. Fremur hlýtt.
Spá gerð 21.06.2007 kl. 08:09
Af www.vedur.is
VF-mynd/Þorgils