Vændi, handrukkun og peningaþvætti á Suðurnesjum
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gert skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi á Suðurnesjum. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem lögregluumdæmi er greint með þessum hætti.
Helstu niðurstöður skýrslunnar voru þær að til staðar væri skipulögð glæpastarfsemi í umdæminu, aðallega tengd fíkniefnum, peningaþvætti, fjársvikum, innbrotum og þjófnuðum, handrukkunum, mansali og vændi.