Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vægt frost og léttskýjað
Föstudagur 23. febrúar 2007 kl. 09:17

Vægt frost og léttskýjað

Á Garðskagavita voru ANA 5 og 1.8 stiga hiti kl. 8.
Klukkan 6 var NA-læg átt, 8-15 m/s. Léttskýjað S- og V-lands, en annars staðar var skýjað og stöku él. Hiti mældist frá 4 stigum á Vatnsskarðshólum niður í 9 stiga frost á Húsafelli.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 8-15 m/s og léttskýjað, hvassast nyrst. Hiti nálægt frostmarki, en vægt frost á morgun.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
NA 8-18 m/s, hvassast við SA-ströndina. Skýjað og stöku él A-til á landinu, en bjartviðri að mestu V-til. N-lægari á morgun og lægir við SA-ströndina. Áfram dálítil él NA-lands, en léttskýjað S- og V-lands. Hiti nálægt frostmarki, en fer lítið eitt kólnandi.

Mynd: Vetrarríki. Ljósm: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024