Úúúúps!
Það er vissara að festa farminn vel og vandlega áður en lagt er út í umferðina. Þessi vörubíll var stopp út í kanti á Reykjanesbraut nú áðan eftir að smágrafa sem var á palli bílsins hafði ákveðið að þarna myndi ferðalaginu ljúka.
Í hringtorginu á Fitjum rann smágrafan til og var komin hálf útaf pallinum þegar bílstjórinn náði að stöðva og koma í veg fyrir að grafan ylti.