Útvegsmenn á Suðurnesjum mótmæla
Útvegsmannafélag Suðurnesja mótmælir harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að svipta útgerðir aflamarksbáta aflahlutdeild í ýsu, steinbít og ufsa, og færa útgerðum krókabáta. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessi tilflutningur frá aflamarksskipum á Suðurnesjum í ofangreindum tegundum sé um 600 tonn, og sé ekki bætandi á allar þær veiðiheimildir í þorski, sem hafa farið sömu leið undanfarin ár.
„Suðurnes eiga mjög undir högg að sækja í fiskveiðum, og hafa misst gífurlegar aflahlutdeildir frá sér. Útgerð aflamarksskipa á Suðurnesjum má því ekki við frekari geðþóttaskerðingum stjórnvalda en orðið er,“ segir í fréttatilkynningu frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja.
„Suðurnes eiga mjög undir högg að sækja í fiskveiðum, og hafa misst gífurlegar aflahlutdeildir frá sér. Útgerð aflamarksskipa á Suðurnesjum má því ekki við frekari geðþóttaskerðingum stjórnvalda en orðið er,“ segir í fréttatilkynningu frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja.