Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útvegsmannafélag Suðurnesja 50 ára
Fimmtudagur 19. september 2013 kl. 11:43

Útvegsmannafélag Suðurnesja 50 ára

Á aðalfundi Útvegsmannafélags Suðurnesja sem haldinn var í Eldborg á Suðurnesjum í gær þann 18. september var þess minnst að félagið á 50 ára starfsafmæli á þessu ári.

Stofnfundur félagsins var þriðjudaginn 12. nóvember 1963. Fundarstjóri var Margeir Jónsson, Keflavík og fundarritari var Kristján Ragnarsson, LÍÚ. Í fyrstu stjórn félagsins voru kjörnir: Ásgrímur Pálsson, Benedikt Jónsson og Margeir Jónsson frá Keflavík. Tómas Þorvaldsson og Þórarinn Pétursson frá Grindavík. Páll O. Pálsson, Sandgerði og Guðmundur Jónsson, Garði. Til vara: Þórólfur Sæmundsson, Keflavík. Sigurður Gíslason, Grindavík. Jónas Jónasson, Sandgerði. Þorsteinn Jóhannesson, Garði og Magnús Ágústsson, Vogum.

Á 50. aðalfundi félagsins voru eftirfarandi kjörnir í stjórn Útvegsmannafélags Suðurnesja: Þorsteinn Erlingsson formaður, Keflavík. Bergþór Baldvinsson varaformaður, Garði. Pétur H. Pálsson gjaldkeri, Grindavík. Ingi Jóhann Guðmundsson ritari, Grindavík og Bergur Þ. Eggertsson vararitari, Garði. Fundarstjóri var Eiríkur Tómasson, Grindavík. Gestur fundarins var nýráðinn framkvæmdastjóri LÍÚ Kolbeinn Árnason, segir í frétt á vef LÍÚ.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024