Útvarp/Sjónvarp Reykjanesbær?
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að láta gera úttekt á tæknilegum möguleikum og kostnaði við að útvarpa eða sjónvarpa frá fundum bæjarstjórnar.Tillagan var flutt af fulltrúum minnihlutans og í meðfylgjandi greinargerð kom fram að þeim sveitarfélögum hefði fjölgað sem veita íbúum sínum þá þjónustu að geta hlustað eða jafnvel horft á fundi hjá stjórn síns sveitarfélags. „Þannig eykst upplýsingastreymi frá bæjarstjórn til íbúanna og líkur eru á því að fleiri taki þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni líðandi stundar“, sagði í greinargerðinni.