Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útsvarslið Grindavíkurbæjar í ár
Grindavík.is.
Miðvikudagur 28. ágúst 2013 kl. 13:40

Útsvarslið Grindavíkurbæjar í ár

Útsvarslið Grindavíkurbæjar hefur verið valið fyrir spurningakeppni bæjarfélaganna á RÚV í vetur. Það er sambland af því liði sem hefur staðið sig svo frábærlega undanfarin þrjú ár og svo, einum eldri keppanda og einum nýliða. Liðið skipa:

Agnar Steinarsson líffræðingur hjá Hafró. Hann hefur verið í sigursælu liði Grindavíkurbæjar undanfarin þrjú ár en Grindavík varð Útsvarsmeistari 2012. Hann dúxaði m.a. í frumkvöðlafræði hjá Keili eins og lesa má um hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnheiður G. Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá MSS í Grindavík. Hún er nýliði í Útsvarsliðinu. Hún lauk MBA námi í HR í vor og vakti lokaritgerð hennar athygli eins og lesa má um hér.
Siggeir Fannar Ævarsson sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann í Kópavogi. Hann keppti fyrir hönd Grindavíkurbæjar í Útsvari 2009. Siggeir er titl­aður sem skegg­fræð­ingur í síma­skránni. Það er eng­inn fífla­gangur. Því hann hefur rann­sakað skeggvöxt Íslend­inga og skrif­aði loka­rit­gerð­ina Upphaf íslenskrar skegg­tísku í sagn­fræði­námi sínu í Háskóla Íslands eins og lesa má um hér.

Símavinur verður Daníel Pálmason lögfræðingur sem hefur verið í Útsvarsliði Grindavíkur undanfarin þrjú ár.