Útsvarshetjurnar hylltar
Útsvarslið Grindavíkur sem bar sigur úr bítum í þessum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins á RÚV síðasta föstudag, var að sjálfsögðu mætt á stórleikinn í Röstinni í gær. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti bæjarstjórnar kölluðu Útsvarshetjurnar fram á gólf og afhentu þeim blóm frá Grindavíkurbæ. Áhorfendur í húsinu hylltu svo Útsvarsliðið sem svo sannarlega átti það skilið, segir í frétt á vef Grindavíkurbæjar.