Útsvar hækkað í Sandgerði – gjaldskrár óbreyttar
Útsvarpsprósenta Sandgerðisbæjar verður 13,1% á næsta ári og hækkar úr 12,7% samkvæmt tillögu bæjarráðs sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær. Hámarksálagning sveitarfélaga í dag er 13,28%. Fasteignaskattur og almennar gjaldskrár verða að mestu óbreyttar frá árinu 2009.
Fjárhagsáætlun næsta árs kom til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær en allir bæjarfulltrúar komu að gerð hennar.
„Í ljósi efnhagsástæðna verður samdrætti í tekjum Sandgerðisbæjar á árinu mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Allar sömu forsendur eru lagðar til grundvallar frá árinu á undan þ.e. aðhald í launum, breyting á akstri í þágu bæjarfélagsins og endurskoðun þjónustustigs í einhverjum tilvikum án þess að segja upp starfsfólki,“ segir í inngangi fjárhagsáætlunarinnar sem Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, fylgdi úr hlaði.
Heildartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar 1.166 milljónir króna en voru 1.254 milljónir á árinu 2009.
Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.292 milljónir og þar af reiknaðar afskriftir 108 milljónir. Heildarútgjöld voru 1.329 milljónir á árinu 2009 og þar af reiknaðar afskriftir 101.985.-
Hægt er að kynna sér frumvarpið nánar á heimasíðu Sandgerðis hér
--
VFmynd/elg - Frá Sandgerði