Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útskriftarhátíð HA á Suðurnesjum
Þriðjudagur 24. maí 2005 kl. 23:00

Útskriftarhátíð HA á Suðurnesjum

Háskólinn á Akureryri hefur ákveðið að standa fyrir sérstakri útskriftarhátíð í Keflavíkurkirkju fyrir þá nemendur af Suðurnesjum sem eru að útskrifast eftir fjarnám hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Hún verður haldin þann 17. júní, en formleg útskrift á Akureyri verður nokkru fyrr, eða 11. júní. Samskonar athöfn fór fram í Reykjanesbæ í fyrra.

Upphaflega var ekki gert ráð fyrir sérstakri samkomu hér syðra, en eftir áskorun sem Kjartan Már Kjartansson, fulltrúi Framsóknarflokksins,  lagði fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og allir fulltrúar skrifuðu undir, endurskoðaði rektor HA ákvörðun sína og leyfði að háskólahátíð yrði haldin

Forsvarsmenn MSS fagna því að hátíðin muni fara fram og telja víst að slík uppákoma muni vekja jákvæða athygli á háskólanámi, enda hafi verið mikil vakning eftir athöfnina í fyrra og hefur ásókn í fjarnám á háskólastigi aldrei hafa verið meiri.

VF-mynd: Útskriftarhópur úr HA í Keflavíkurkirkju síðasta vor

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024