Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. september 2001 kl. 09:23

Útskriftanemar planta

Skógræktarfélag Suðurnesja fékk góðan liðsauka á fimmtudag. Um 20 útskriftarnemar úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja gróðursettu Alaskavíði og Grenitré við Rósaselsvötn. Skógræktarfélagið fór þess á leit við skóla bæjarins að þeir aðstoðuðu við gróðursetningu og tóku forsvarsmenn Fjölbrautaskólans vel í þá hugmynd. Ákveðið var að efna til hefðar þar sem útskriftarnemar hverrar annar gróðursetja 500 plöntur eða að 1000 plönutr verði gróðursettar á ári hverju. Nemendum leist vel á þessa hugmynd og fannst gaman að leggja málefninu lið og allir voru á fullu við að moka skít og grafa holu þegar þessar myndir voru teknar. Halldór Magnússon formaður Skógræktarfélagsins vonaðist til þess að fleiri skólar legðu málefninu lið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024