Útskriftanemar planta
Skógræktarfélag Suðurnesja fékk góðan liðsauka á fimmtudag. Um 20 útskriftarnemar úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja gróðursettu Alaskavíði og Grenitré við Rósaselsvötn. Skógræktarfélagið fór þess á leit við skóla bæjarins að þeir aðstoðuðu við gróðursetningu og tóku forsvarsmenn Fjölbrautaskólans vel í þá hugmynd. Ákveðið var að efna til hefðar þar sem útskriftarnemar hverrar annar gróðursetja 500 plöntur eða að 1000 plönutr verði gróðursettar á ári hverju. Nemendum leist vel á þessa hugmynd og fannst gaman að leggja málefninu lið og allir voru á fullu við að moka skít og grafa holu þegar þessar myndir voru teknar. Halldór Magnússon formaður Skógræktarfélagsins vonaðist til þess að fleiri skólar legðu málefninu lið.