Útskrift í FS: Hildigunnur með hæstu einkunn
Skólaslit vorannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram í dag, laugardaginn 24. maí. Að þessu sinni útskrifuðust 82 nemendur; 58 stúdentar, 3 meistarar, 17 iðnnemar, 6 útskrifuðust af starfsnámsbrautum og tveir skiptinemar. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur eða fleiri námsbrautum. Karlar voru 42 en konur 40. Alls komu 57 úr Reykjanesbæ, 8 úr Garði, 6 komu úr Grindavík og 2 úr Sandgerði og Vogum. Nemendur úr sveitarfélögum utan Suðurnesja voru 7 talsins.Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Hildigunnur Kristinsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í frönsku, félagsfræði, sögu og fyrir árangur sinn í raungreinum og stærðfræði. Auk þess fékk Hildigunnur viðurkenningu frá danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur í stærðfræði. Harpa Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í spænsku og þýsku og einnig viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir árangur sinn í þýsku. Helga Auðunsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í stærðfræði og fyrir góðan árangur í líffræði og efnafræði; hún fékk einnig viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur í stærðfræði. Sigrún Lovísa Brynjólfsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í þýsku og hún fékk einnig gjöf frá þýska sendiráðinu fyrir árangur sinn. Daði Pagan Hreinsson fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan árangur í myndmennt, Guðmundur Örn Jóhannsson fyrir ensku og Viktoría Róbertsdóttir fyrir félagsfræði. María Elizabeth Balcik fékk viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut og Ingvar Valur Gylfason fyrir árangur á netagerðarbraut. Þá fékk Kristinn Örn Agnarsson viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda skólans. Að lokum fengu skiptinemarnir Laure G.E. Courbois og Maria Paula Riscali gjöf til minningar um veru sína í skólanum í vetur.
Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Að þessu sinni hlaut Hildigunnur Kristinsdóttir viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hún fékk auk þess viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum og í samfélagsgreinum. Harpa Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og Ingvar Valur Gylfason fyrir góðan árangur í tæknigreinum.
Frétt af vef skólans.
Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Að þessu sinni hlaut Hildigunnur Kristinsdóttir viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hún fékk auk þess viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum og í samfélagsgreinum. Harpa Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og Ingvar Valur Gylfason fyrir góðan árangur í tæknigreinum.
Frétt af vef skólans.