ÚTSKRIFT Í FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA
Útskriftarathöfn var haldin á sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja 18. desember s.l. Úskriftarnemendur voru 43, þar af voru 28 stúdentar, 2 meistarar, 17 sem úskrifuðust af styttri brautum en 4 þeirra úskrifuðust einnig af stúdentsbraut. Dagskráin var fjölbreytt og hófst með því að Edda Rut Björnsdóttir og Fjóla Jórunn Guðmundsdóttir léku saman við undirleik Sigrúnar Sævarsdóttur. Kristján Ásmundsson, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp. Verðlaunaafhending var í umsjá Önnu Leu Björnsdóttur, sviðsstjóra samfélagssviðs. Konráð Ásgrímsson flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks og Halla Björg Evans, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra.Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, afhenti afreksnemendum verðlaun frá Sparisjóði Keflavíkur. Berglind Aðalsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum og fyrir góðan árangur í íslensku og fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Ásta Vigdís Bjarnadóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, Halla Björg Evans fyrir góðan árangur í viðskipta- og hagfræðigreinum og samfélagsgreinum. Eyjólfur Alexandersson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í verknámsgreinum.Fjölbrautarskóli Suðurnesja veitti einnig nokkrum nemendum viðurkenningu fyrir góðan árangur. Ásta Vigdís Bjarnadóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku, Gunnhildur Eva Arnoddsdóttir fyrir góðan árangur í ensku og dönsku, Halla Björg Evans fyrir störf í þágu nemenda, Jóhann Már Jóhannsson fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna, en hann lenti í 5.-6. sæti á yngra stigi yfir landið.Berglind Aðalsteinsdóttir fékk viðurkenningu frá FS fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum en hún fékk einnig viðurkenningar frá Máli og menningu fyrir góðan árangur í íslensku og frá Þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku ásamt Jórunni Björk Magnúsdóttur.