Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Útrétta, sendast og sækja fundi á nýjum þjónustubíl
Sveitarfélagið Vogar.
Þriðjudagur 27. janúar 2015 kl. 07:00

Útrétta, sendast og sækja fundi á nýjum þjónustubíl

– Sveitarfélagið Vogar kaupir fjölnotabíl

Sveitarfélagið Vogar festi á dögunum kaup á nýjum þjónustubíl fyrir sveitarfélagið. Í vikulegu fréttabréfi bæjarstjóra til starfsmanna sveitarfélagsins segir að um er að ræða lítinn fjölnotabíl. Bæði er unnt að nota hann sem sendibíl og einnig til að sækja fundi, sinna útréttingum o.fl.

Komið hefur verið upp sameiginlegu bókunarkerfi fyrir bílinn, þannig að þeir sem þurfa að sinna erindum fyrir sveitarfélagið geta bókað bílinn og notað hann í stað þess að leggja til eigin bíl og fá greitt kílómetragjald. Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Caddy og er með sparneytinni díselvél.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024