Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útlit fyrir mikla umferð um Keflavíkurflugvöll í kringum páska
Miðvikudagur 29. mars 2023 kl. 09:11

Útlit fyrir mikla umferð um Keflavíkurflugvöll í kringum páska

Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll um komandi páska.  Við bendum farþegum á að hægt er að tryggja sér bílastæði á betri kjörum með því að bóka stæði á netinu tímanlega fyrir brottför.

Bókunarkerfið fyrir bílastæði á vefsíðu Keflavíkurflugvallar tryggir farþegum stæði um páskana. Með því að bóka stæði tímanlega bjóðast betri kjör en þegar greitt er við hlið. Þeim mun fyrr sem stæði er bókað, þeim mun betri kjör fást.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk bílastæðaþjónustu standa farþegum til boða aðrar samgönguleiðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar má nefna ferðir með bílaleigubílum, leigubílum, rútum eða strætisvögnum.

Hér má finna kort af bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina.