Útlit fyrir gott veður á gamlársdag
Í dag verða suðvestan 18 til 25 metrar á sekúndu, él og hiti um frostmark, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Heldur hægari vindur síðdegis og í kvöld en gengur í sunnan og suðaustan 15 til 23 m/s í fyrramálið með slyddu í fyrstu en síðan rigningu. Snýst í suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri síðdegis á morgun.
Á gamlársdag stefnir í hæglætisveður, 6 til 7 metra á sekúndu og sól. Hiti verður á bilinu 0 til -4 gráður.
Kort af vef Veðurstofu Íslands