Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útlit fyrir alvarlegt bakslag
Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 21:35

Útlit fyrir alvarlegt bakslag

„Starfsfólk Reykjanesbæjar mun að sjálfsögðu gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða og auðvelda fólki lífið“

„Í viðskiptalífinu, eins og lífinu sjálfu, skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur vel og stundum ekki. Íbúar Reykjanesbæjar, og Suðunesjanna allra, hafa svo sannarlega fundið fyrir því síðustu ár. Eftir erfiða tíma og mikið atvinnuleysi í kjölfar brotthvarfs Varnarliðsins og fjármálahrunsins kom mikill uppgangstími í tengslum við stóraukna flugumferð um Keflavíkurflugvöll. Nú er útlit fyrir alvarlegt bakslag, a.m.k. til skemmri tíma, og er hugur minn og okkar allra hjá þeim fjölmörgu einstaklingum og fjölskyldum sem hafa eða eru að missa vinnuna vegna þessa,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í færslu á fésbókinni í kvöld. 
 
„Starfsfólk Reykjanesbæjar mun að sjálfsögðu gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða og auðvelda fólki lífið en fólki er bent á að hafa fyrst samband við stéttarfélagið sitt og/eða Vinnumálastofnun áður en leitað er til sveitarfélagsins. Umfang áhrifa gjaldþrots WOW Air, og mögulegar uppsagnir annarra fyrirtækja í kjölfarið, mun skýrast á næstu dögum og þá sjáum við betur hver staðan er,“ segir Kjartan Már jafnframt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024