Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útlit fjölbýlishúsa við Framnesveg yfirþyrmandi
Lóðin við Framnesveg þar sem teiknuð hafa verið 6 fimm hæða hús.
Föstudagur 28. júlí 2017 kl. 16:33

Útlit fjölbýlishúsa við Framnesveg yfirþyrmandi

„Tillagan er ekki í neinu samræmi við nýlega samþykkt deiliskipulag svæðisins, byggingamagn of mikið og útlit yfirþyrmandi,“ segir í niðurstöðu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar við deiliskipulagsbreytingu sem Vatnsnessteinn ehf. lagði fram varðandi Framnesveg 11 í Reykjanesbæ.

Tillögunni var hafnað.
 
Breyting frá fyrra skipulagi felst aðallega í stækkun svæðis þar sem lóðirnar Básvegur 11 og Framnesvegur 9 eru teknar með. Skólavegs tenging við Ægisgötu færist á norðurhluta Framnesvegs 9 og byggðar verða 6 fimm hæða húseiningar með 114 íbúðum í stað 4 húseininga með 68 íbúðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024