Útlendingur handtekinn fyrir að aka á litla drenginn
Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið erlendan karlmann í tengslum við slysið á Vesturgötu í Keflavík síðdegis í gær þar sem ekið var á 4 ára gamlan dreng og stungið af frá vettvangi.
Maðurinn verður yfirheyrður í kvöld.
Lögrelgan handtók manninn við almennt eftirlit í dag. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður bifreið mannsins einnig rannsökuð en skemmdir eru sjáanlegar á bílnum.