Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útkall í Grindavík á aðfangadagskvöld
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar síðasti bíllinn var dreginn af svellinu og inn á afleggjara sem var nærri.
Föstudagur 27. desember 2013 kl. 09:14

Útkall í Grindavík á aðfangadagskvöld

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út kl. 23 á aðfangadagskvöld vegna fjölda fólks sem var í vandræðum við Festarfjall á Suðurstrandarvegi. Mikill klakabunki hafði myndast á veginum og var orðið flughált, þá var mikill vindur á svæðinu, sterkar hviður og lélegt skyggni.

Það vildi þannig til að í miðri brekkunni hafði einn illa búinn bílaleigubíll runnið þvert á veginn í brattri brekkunni. Bílstjórinn þorði ekki að hreyfa bílinn. Aðrir bílar sem komu að þurftu að stoppa í miðri brekkunni og komust svo ekki af stað aftur.

Þegar Björgunarsveitin Þorbjörn kom á staðinn var þetta orðin þó nokkur flækja í brekkunni. En það náðist að leysa úr henni svo að hvorki varð tjón á fólki né tækjum.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar síðasti bíllinn var dreginn af svellinu og inn á afleggjara sem var nærri. Þess má einnig geta að björgunarsveitarmenn þurftu að vera í broddum til þess að ganga á svellinu.

Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024