Útivistartími unglinga virtur í Ljósanótt
Undirbúningnefnd Ljósanætur kallaði lögregluna og Björgunarsveitina Suðurnes á fund til að ræða öryggis- og umferðamál á Ljósanótt. Á fundinum var ákveðið að björgunarsveitin sæi um gæslu á bát við smábáthöfnina í Grófinni auk þess sem aðilar á þeirra vegum væru í mannfjöldanum á meðan athöfnin við Grófina fer fram eða frá kl. 20:00 - 00:15. Áhersla er lögð á að útivistartími barna og unglinga sé virtur og eftir miðnætti stendur útideild fyrir athvarfi fyrir börn. Útideildin er á vegum sveitarfélaga á Suðurnesja og lögreglunnar en 6 manns verða við störf hjá deildinni. Auk þess sem deildin fygist með því að útivistarreglur séu virtar tekur deildin á þeim málum sem upp kunna að koma vegna ölvunnar á almannafæri.
Lögreglan í Keflavík sér til þess að umferð fari vel fram en fólk er hvatt til þess að kynna sér vel staðsetningu bílastæða. Hafnargatan verður lokuð frá Skólavegi að Grófinni frá kl. 12-24 á laugardag. Neðsti hluti Tjarnargötu verður sömuleiðis lokaðurvið Bústoð frá kl. 8:00 til 24:00. Helstu bílastæði verða við SBK, bæjarskrifstofur, Kjarna, gömlu sundlaugina við Framnesveg og fyrir aftan VÍS. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skilja bílana eftir heima en AVR býður upp á áætlanaferðir frá kl. 16 til 00:30 viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
Börn sem verða viðskila við foreldra sína fá liðveislu í Iðnsveinafélagshúsi Suðurnesja, Tjarnargötu 7. Foreldrar geta vitjað barna sinna þar eða í síma: 421-2976 frá kl. 12:00-22:00. Frekari upplýsingar er að finna í dagskrá Ljósanætur.
Ljósanefnd, Lögreglan í Keflavík og Björgunarsveitin Suðurnes hvetja foreldra til að vera með börnum sínum á Ljósanótt og minna á að börn fædd 1986 og yngri mega ekki vera úti eftir miðnætti á Ljósanótt, en samkvæmt útivistareglum mega þau ekki vera úti eftir kl. 22,00 frá 1. september 2001.
Lögreglan í Keflavík sér til þess að umferð fari vel fram en fólk er hvatt til þess að kynna sér vel staðsetningu bílastæða. Hafnargatan verður lokuð frá Skólavegi að Grófinni frá kl. 12-24 á laugardag. Neðsti hluti Tjarnargötu verður sömuleiðis lokaðurvið Bústoð frá kl. 8:00 til 24:00. Helstu bílastæði verða við SBK, bæjarskrifstofur, Kjarna, gömlu sundlaugina við Framnesveg og fyrir aftan VÍS. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skilja bílana eftir heima en AVR býður upp á áætlanaferðir frá kl. 16 til 00:30 viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
Börn sem verða viðskila við foreldra sína fá liðveislu í Iðnsveinafélagshúsi Suðurnesja, Tjarnargötu 7. Foreldrar geta vitjað barna sinna þar eða í síma: 421-2976 frá kl. 12:00-22:00. Frekari upplýsingar er að finna í dagskrá Ljósanætur.
Ljósanefnd, Lögreglan í Keflavík og Björgunarsveitin Suðurnes hvetja foreldra til að vera með börnum sínum á Ljósanótt og minna á að börn fædd 1986 og yngri mega ekki vera úti eftir miðnætti á Ljósanótt, en samkvæmt útivistareglum mega þau ekki vera úti eftir kl. 22,00 frá 1. september 2001.