ÚTIVISTARÁTAK HELDUR ÁFRAM - MARGT BÝR Í MYRKRINU
Lögreglan ók fimm ungmennum á aldrinum 12-15 ára heim til sín um þar síðustu helgi. Ungmennin voru ekki að gera neitt af sér en áttu að vera komin heim samkvæmt útivistarreglum. Svo virðist sem sumir foreldrar séu svolítið hugsunarlausir hvað þessar reglur snertir og hlusti á „en allir hinir mega það”. Ungir blaðburðadrengir voru t.a.m. keyrðir heim eftir að lögreglan kom auga á þá bera út DV klukkan eitt að nóttu til. Foreldrar verða að gera sér grein fyrir því að þó þeir eigi góð og samviskusöm börn þá leynist margt í myrkrinu sem börnin þeirra geta ekki höndlað á eigin spýtur.