Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útivist í Reykjanes Unesco Geopark
Föstudagur 7. júlí 2017 kl. 11:32

Útivist í Reykjanes Unesco Geopark

-útivist, fróðleikur og skemmtun

Útivist í Reykjanes UNESCO Geopark er samstarfsverkefni Reykjanes Geopark, Bláa Lónsins og HS Orku hf. Markmið verkefnisins er að fólk kynnist einstöku umhverfi í gegnum útivist, fróðleik og skemmtun.

Dagskrá sumarsins 2017 hófst með Jónsmessugöngu laugardaginn 24. júní. Boðið verður upp á hjólaferð í samstarfi við 3N þann 6. júlí. Gengið verður um Eldvörp þann 13. júlí undir leiðsögn Guðmundar Ómars, jarðfræðings hjá HS Orku hf. Gangan þann 20. júlí verður um umhverfi Garðs og Sandgerðis undir leiðsögn Sunnu Bjarkar Ragnarsdóttur, frá Náttúrufræðistofunni í Sandgerði.  Reynir Sveinsson mun leiða göngu frá Sandgerði að Garðskagavita þann 10. ágúst. Þann 17. ágúst býðst göngufólki að ganga um söguslóðir tónlistarsögunnar í Höfnum með söng og undirspili. En systkinin Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn ólust upp í Höfnum. Loks verður gengið á Háleyjarbungu þann 24. ágúst undir leiðsögn Eggerts Sólbergs Jónssonar, verkefnastjóra Reykjanes Geopark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eggert Sólberg segir það vera mikilvægt fyrir Reykjanes Geopark að geta boðið upp á útivistarverkefnið.

“Ein af megináherslum okkar er að veita fjölbreytta fræðslu og hvetja fólk til að upplifa einstaka náttúru svæðisins. Stuðningur Bláa Lónsins og HS Orku við verkefnið gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytta útivistardagskrá þátttakendum að kostnaðarlausu.”

Dagskráin er kynnt á Facebook síðu verkefnisins.