Útilífsnámskeið skáta
Skátafélagið Heiðabúar stendur fyrir útilífsnámskeiði vikuna 8 til 12 ágúst. Námskeiðið verður með höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ og verkefnadögum víðsvegar um Reykjanesið en krökkum í Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði býðst að sitja námskeiðið.Um er að ræða 5 daga námskeið fyrir krakka á aldrinum 8 til 11 ára (fæddir 1994-1997).
Námskeiðið hefst á mánudegi og lýkur með einnar nætur útilegu frá klukkan 10 á fimmtudegi til klukkan 13 á föstudegi.
Meðal viðfangsefna á námskeiðinu er gönguferð með krefjandi verkefnum, klifur og sig, bindingar og trönugerð, kajaksiglingar, útieldun, náttúruskoðun, sund, fjöruferð, áttavitanotkun, skátaleikir og ýmislegt fleira spennandi.
Skráning er hafinn, skráning og nánari upplýsingar í síma 8604470 eða á [email protected]






