Útikennsla við Bræðraborg
Umhverfisnefnd Gerðaskóla hefur óskað eftir því að Sveitarfélagið Garður vinni að því að Bræðraborgargarður verði nýttur til útikennslu fyrir nemendur Gerðaskóla. Bæjarráð Garðs þakkar erindið og samþykkti samhljóða að unnið verði að því í samstarfi við Gerðaskóla að garðurinn verði nýttur til útikennslu. Ráðinn hefur verið starfsmaður sem mun annast umhirðu garðsins í sumar, ásamt starfsfólki vinnuskóla.