Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útibú Íslandsbanka styrkir Fjölskylduhjálpina um 2,5 milljónir króna
Fimmtudagur 9. desember 2010 kl. 11:53

Útibú Íslandsbanka styrkir Fjölskylduhjálpina um 2,5 milljónir króna

Útibú Íslandsbanka í Reykjanesbæ hefur ákveðið að styrkja starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ um sem nemur 2,5 milljónir króna. Styrkurinn rennur beint til kaupa á nauðsynjavöru fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í dag, 9. desember, opnaði Fjölskylduhjálpin dreifingamiðstöð í Reykjanesbæ og var styrkurinn afhentur að því tilefni.


Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibústjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, afhenti fulltrúum fjölskylduhjálparinnar styrkinn í útibúi bankans í dag. Hann segir ljóst að efnahagskreppan hafi komið hart niður á Reyknesingum.


„Starf Fjölskylduhjálparinnar er afar mikilvægt og með þessu viljum við hjá útibúi Íslandsbanka í Reykjanesbæ leggja okkar að mörkum til að standa vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Við stöndum auk þessa fyrir jólagjafasöfnun í útibúi bankans þar sem fólk getur komið með aukagjöf, pakkað inn og komið fyrir undir tré. Við komum gjöfunum svo til skila til Jólaaðstoðarinnar,“ segir Sighvatur.


Frá afhendingu styrksins í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi